Grilluð grænmetispizza 2017-04-25T10:17:50+00:00

Project Description

Grilluð grænmetispizza fyrir 4

Innihald:

 • 2 matskeiðar Filippo Berio ólífuolía
 • 4 teskeiðar Original TABASCO® brand Pepper Sauce
 • ½ teskeið salt
 • 1 hvítlauksgeiri, kraminn
 • 1 eggaldin, skorið í 1 cm þykkar sneiðar
 • 1 portabello sveppur
 • 1 kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 • 1 gul paprika, skorin í 1 cm þykkar sneiðar
 • 1 rauðlaukur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 • ½ bolli kirsuberjatómatar, hver skorinn í tvennt
 • ½ bolli feta ostur
 • 2 tilbúin pizzadeig

Aðferð:

Hitið grillið.
Blandið saman ólífuolíunni, TABASCO® sósunni, saltinu og hvítlauknum í litla skál. Penslið grænmetið með olíu blöndunni.
Grillið eggaldinið, sveppinn, kúrbítinn, paprikuna og laukinn í um það bil 5 mínútur, penslið grænmetið og snúið alla vega einu sinni.
Takið grænmetið af grillinu og látið kólna. Þegar grænmetið hefur kólnað, skerið það þá í minni bita.
Rúllið sitt hvoru pizzadeiginu út í ca 25 cm hring.
Setjið pizzadeigin á þar til gerða pizzagrill grind eða pizzagrillstein.
Penslið pizzadeigin með olíublöndunni og setjið grænmetið á pizzadeigin.
Dreifið fetaostinum yfir grænmetið.
Setjið pizzurnar á grillið og grillið pizzurnar þar til fetaosturinn er byrjaður að bráðna, þá eru pizzurnar tilbúnar.