Grilluð súkkulaðikaka með mjúkri karamellu miðju 2014-07-30T09:47:47+00:00

Project Description

Grilluð súkkulaðikaka með mjúkri karamellu miðju

 • 150 gr dökkt lífrænt súkkulaði
 • (t.d. Rapunzel Zartbitter)
 • 70 gr smjör
 • 3 egg
 • 120 gr sykur
 • 45 gr hveiti
 • 8 stk Dumle Go Nuts molar

Annað:

 • muffins form úr áli, 8 cm í þvermál
 • Pam’s olíusprey
 • flórsykur
 • rjómi
 • fersk hindber

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman. Þeytið eggin með sykrinum. Blandið þessu tvennu saman og sigtið hveitið svo úti í lokin. Spreyjið 8 álform með Pam’s, stráið svo vel af flórsykri inn í formin og sláið svo restinni úr þeim (það sem ekki festist í köntunum). Skiptið deiginu í formin og setjið 1 Dumle hnetumola í miðjuna á hverju og einu. Grillið kökurnar við meðalhita í 12 mín og hvolfið svo úr formunum að því loknu. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum hindberjum.