Humarsalat með lífrænni jógúrt og avókadó 2014-09-30T14:41:44+00:00

Project Description

Humarsalat með lífrænni jógúrt og avókadó. Tilvalið á sólríkum sumardögum.

  • 8 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)
  • 2msk hvítlauksolía
  • Salatblanda (klettasalat, spínat, fennel, sellerí)
  • 1 avókadó (vel þroskað) – skorið í bita
  • 4msk lífræn jógúrt
  • 1/4 rauðlaukur – þunnt skorinn
  • Stökkir brauðteningar
  • Salt
  • 1 límóna – safinn

Aðferð:

Kryddið humarhalana með salti og steikið þá upp úr olíu á snarpheitri pönnu.
Kryddið með hvítlauksolíunni.
Blandið saman salati, avókadó og rauðlauk og veltið upp úr jógúrti. Kryddið með límónusafa og örlítið salti.
Toppið salatið með brauðteningum og raðið humrinum ofan á.

Project Details

Categories: