Kartöflurösti með beikoni og sveppum 2014-10-07T14:32:33+00:00

Project Description

Kartöflurösti með beikoni og sveppum

fyrir 10:
1 kg bökunarkartöflur
200 g beikon
1 dl rjómi
2 stk egg
50 ml OSCAR Sveppakraftur, fljótandi,
óblandaður
1 tsk Tímían (Garðablóðberg)

Aðferð:
Kartöflurnar eru skornar í mjög þunna strimla. Beikonið er skorið í litla teninga og steikt þar til það verður stökkt. Rjóma, eggjum og fljótandi sveppakrafti er hrært saman og kartöflum og beikoni er bætt út í. Síðan er þetta allt sett á bökunarplötu með bökunarpappír, flatt út og bakað í ofni í ca 30 mínútur við 200º eða þar til er kartöflumassinn er orðinn gullinn að lit.
Kartöflurösti má rúlla upp og hægt er að setja mismunandi fyllingar inn í. Einnig getur verið gaman að bera kartöflurösti fram skorið í sneiðar, steikt á pönnu eða hitað í ofni.

Project Details

Categories: