Kjötbollur í kókoskarrýsósu 2014-10-15T01:45:28+00:00

Project Description

Wilson Chung

Wilson Chung en hann er matreiðslumeistari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kennir matreiðslu á Blue Dragon vörunum.

Wilson býr yfir meira en 10 ára reynslu í asískri matargerð og hann notar reynslu sína til að brúa bilið á milli þess sem er ekta asísk matargerðarlist og þeirra asísku matvara sem hægt er að kaupa í verslunum.

Kjötbollur í kókoskarrýsósu

Fyrir 4-6
3 egg
130 g haframjöl
60 ml mjólk
900 g nautahakk
1 msk rifið engifer, t.d. minched ginger í krukku frá Blue Dragon
1 msk rautt karrýmauk, t.d. red curry paste frá Blue Dragon (má nota grænt – sterkara)
2 msk fiskisósa, t.d. fishsauce frá Blue dragon
1 tsk sykur
20 g kóríander, saxað
1 1/2 tsk salt
2 hvítlauksrif, pressuð
3 vorlaukar, saxaðir smátt
2 msk olía til steikingar, meira eftir þörfum

Kókoskarrýsósa
2 (400 g) dósir kókosmjólk, t.d. coconut milk frá Blue dragon
3 msk rautt karrýmauk
safi úr 1/2 – 1 lime

  1. Blandið saman eggjum, haframjöli og mjólk og leyfið því að standa í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki, engifer, karrýmauki, fiskisósu, sykri, kóríander, salti, hvítlauk og vorlauk úti og blandið þessu öllu mjög vel saman með höndunum. Mótið síðan kjötbollurnar.
  2. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötbollurnar lítillega eða í um 1-2 mínútur á hvorri hlið og bætið við olíu eftir þörfum. Takið þær síðan af pönnunni og geymið.
  3. Gerið sósuna með því að hella kókosmjólk og karrýmauki út á pönnuna og skrapa upp það kjöt sem festist á botninn á pönnunni og blanda saman við.  Látið því næst kjötbollurnar aftur út á pönnuna og leyfið að malla í um 8 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar. Bætið þá lime safanum út í (byrjið á hálfri og bætið síðan við meiri eftir smekk). Saltið og piprið að eigin smekk og berið fram með hrísgrjónum.