Kjúklingur með grænkáli og kartöflum 2014-10-07T15:10:41+00:00

Project Description

Kjúklingur með grænkáli og kartöflum

Fyrir 10:
1 stk grænkál
8 stk bökunarkartöflur
20 stk Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
4 stk Lay lárviðarlauf
40 ml OSCAR Villibráðakraftur fljótandi
40 g OSCAR Kjúklingakraftur, paste
salt og pipar
2 ltr vatn
100 g rasp
2 tsk einiber
30 g Falksalt

Aðferð:
Grænkál og kartöflur er skorið í 2 cm þykkar sneiðar og helmingurinn af því er látinn í eldfast mót. Kjúklingalærin eru sett ásamt lárviðarlaufum ofan í eldfasta mótið. Það sem eftir er af grænkálinu og kartöflubitunum er bætt út í ásamt vatni.
Rétturinn er látinn steikjast í eldfasta mótinu í ofni við 180°C í ca 50 mínútur eða þar til kjúklingalærin eru tilbúin.
Í lokin er hitastigið hækkað í 220°C. Raspi, salti og einiberjum er blandað saman og því dreift yfir réttinn og bakað í 10 mínútur, þá er rétturinn tilbúinn.

Project Details

Categories: