Lífrænn bjórkjúklingur 2014-07-29T15:38:17+00:00

Project Description

Lífrænn bjórkjúklingur

 • 1 stk lífrænn kjúklingur (Rose Poultry)
 • 1 dós Stella Artois bjór
 • 1/2 chilli
 • 2 hvítlausgeirar
 • smá sítrónutimían
 • ferskar jurtir t.d. basil og skessujurt má vera hvaða jurt sem er
 • 1 dl Caj P Caramba
 • salt og pipar

Aðferð:

Saltið og piprið kjúklinginn og troðið jurtum innan í fuglinn. Setjið bjór, chilli og hvítlauk í bjórkjúklinga-
standinn og komið fuglinum fyrir á standinum.
Setjið standinn með fuglinum á funheitt grillið og penslið með Caj P Caramba á nokkura mínútna fresti, lækkið hitann eftir 15 mín og haldið áfram að grilla fuglinn, eftir 30-40 mín er fuglinn full-eldaður.
Berið fram með salatblöðum (t.d. romaine),
guacamole og paprikusalsa.

Grillað paprikusalsa

 • 1 stk rauð paprika
 • 1 stk gul paprika
 • 1 stk græn paprika
 • 2 stk rauður chilli
 • 2 stk skarlottulaukur
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • 1 stk limóna, safi og börkur (rifinn í fínu rifjárni)
 • 2 dl ólífuolía Filippo Berio
 • 1/3 box basil (saxað)

Aðferð:

Grillið paprikur og chilli vel á öllum hliðum, hreinsið sem mest af fræjum úr paprikunni og skerið í litla teninga, skerið chilli með fræjum og líka skartlottulauk, hvítlauk og blandið öllu saman í skál, smakkið til með salti og pipar.