Múffur með Daim kurli 2014-10-15T04:29:51+00:00

Project Description

Múffur með Daim kurli

Innihald

Múffur 20 stk.

 • 230 g smjör
 • 200 g sykur
 • 4 egg
 • 230 g hveiti
 • 3 msk. kakó
 • 6 msk. mjólk
 • 150 g Daim kurl, í pokum

Toblerone krem:

 • 125 g Toblerone
 • 100 g rjómi

Skraut:

 • 50 g Daim, fínt hakkað
 • 50 g möndlur, hakkaðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman og setjið egg út í eitt í einu. Sigtið hveiti og kakó saman og blandið saman við. Hellið síðan mjólk varlega út í ásamt Daim kurli og hrærið á meðan. Setjið deigið í 20 múffumót og bakið í 15-18 mín.

Toblerone krem:
Setjið Toblerone og rjóma í pott og látið suðuna koma upp. Látið malla við vægan hita þar til blandan þykknar. Kælið kremið örlítið áður en það er sett ofan á kökurnar.

Skraut:
Blandið hökkuðu Daim og möndlum saman og stráið yfir kökurnar.