Nutellaostakaka með Oreobotni 2014-12-11T11:50:33+00:00

Project Description

Nutellaostakaka með Oreobotni (fyrir 4-6)

Botn:

  • 12 Oreo kexkökur
  • 3 msk smjör, brætt

Fylling:

  • 225 g Philadelphia rjómaostur
  • 2/3 bolli Nutella
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 askja (225 g) Cool Whip (fæst í Hagkaup), sem hefur þiðnað í ísskáp í amk 4 klst.

Botn: Myljið Oreo kexkökurnar (t.d. í matvinnsluvél), bræðið smjörið og hrærið saman. Skiptið blöndunni jafnt á milli þeirra skála eða glasa sem á að bera kökurnar fram í, þrýstið blöndunni í botninn og leggið til hliðar.

Fylling: Setjið rjómaost og Nutella í skál og hrærið saman með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan er mjúk og einlit. Hrærið vanilludropum saman við.  Notið sleikju til að blanda Cool Whip saman við blönduna, vinnið allt varlega saman þar til blandan er orðin einlit og engar rendur í henni. Setjið fyllinguna yfir Oreobotninn (ég setti fyllinguna í sprautupoka og sprautaði henni í skálarnar). Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp þar til borið fram.

Project Details

Categories: