Oreo smákökur 2014-12-09T10:31:38+00:00

Project Description

Oreo smákökur

230 g mjúkt smjör
1 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 1/4 bolli hveiti
2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 1/2 bolli súkkulaði, saxað
1/2 bolli hvítt súkkulaði, saxað
15 Oreo-kökur, saxaðar

Hitið ofninn í 170°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri vel saman. Bætið við eggjum og vanilludropum og hrærið. Blandið hveiti, salti og matarsóda saman í annarri skál. Bætið þurrefnablöndunni varlega saman við smjörblönduna. Bætið súkkulaðinu og Oreo-kexinu varlega saman við. Búið til kúlur úr deiginu og fletjið þær aðeins út með lófanum á ofnplötunni. Bakið í tíu mínútur.

Sótt hér: http://anerdcooks.com/2014/07/11/oreo-chocolate-chunk-cookies-updated/

Project Details

Categories: