Parmesan kartöflur 2017-04-25T10:17:47+00:00

Project Description

Parmesan kartöflur

Fyrir 4
500 g kartöflur
Ólífuolía
50 g brauðmylsna
3 msk parmesanostur, rifinn
½ msk rósmarín, þurrkað
1 tsk hvítlauksduft
salt og pipar

  1. Skerið kartöflurnar í báta og hellið ríflegu magni af olíu þannig að hún hylji allar kartöflurnar vel.
  2. Blandið saman  parmesan, brauðmylsnu, rósmarín, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Hellið því næst ostablöndunni yfir kartöflurnar og blandið vel saman. Látið á ofnplötu með smjörpappír og bakið við 220°c í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar. Hrærið reglulega í kartöflunum á meðan þær eru að eldast. Saltið.