Súkkulaðikaka með Dumle kremi 2014-10-28T23:52:21+00:00

Project Description

Súkkulaðikaka með Dumle kremi frá Gotterí og gersemar.

2stk súkkulaðibotnar.

Dumle karamellukrem

 • 2 pokar Dumle karamellur (2 x 120gr)
 • 100gr smjör
 • 2 msk bökunarkakó
 • 1tsk vanilludropar
 • 3 bollar flórsykur

Bræðið karamellur og smjör saman við miðlungshita þar til vel blandað saman.
Setjið kakó og vanilludropa í karamellublönduna og því næst flórsykrinum, einum bolla í einu og hrærið vel á milli.
Kælið örstutta stund og skiptið svo í 3 hluta og berið á milli botnanna.

Smjörkrem (útbúið tvöfalda þessa uppskrift)

 • 125gr smjör (mjúkt)
 • 500gr flórsykur
 • 1 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 msk sýróp
 • gulur matarlitur

Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
Bætið flórsykri varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
Stundum þarf að bæta örlítið meira af flórsykri ef þið viljið hafa kremið stífara.
Setjið gulan matarlit útí að lokum.

Project Details

Categories: