Svínakótilettur með kanilrjómasósu og möndlukartöflum 2014-10-07T14:38:12+00:00

Project Description

Svínakótilettur með kanilrjómasósu og möndlukartöflum

Fyrir 10:
10 stk beinlausar svínakótilettur
(hver ca 120g)
2 dl Wesson olía
3 msk Durkee Italian Seasoning krydd
3 msk Durkee Garlic Pepper
150 g hakkaður laukur
1 stk Durkee kanilstöng
0,5 dl hvítt balsamikedik
1 ltr vatn
45 ml OSCAR Villibráðakraftur fljótandi,
óblandaður
140 g OSCAR Sveppasúpupaste
2 dl rjómi
1200 g kartöflur
50 g möndlur án hýðis
25 g Oscar Villibráðakraftur, duft

Aðferð:
Kótiletturnar eru brúnaðar á pönnu og settar í eldfast mót. Þær eru penslaðar með Durkee kryddi og hvítlaukspipar sem hefur verið blandað í olíu. Eldfasta mótið er sett inn í ofn og kótiletturnar steiktar í ofni þar til þær eru tilbúnar.
Laukurinn er steiktur á pönnu, bætið balsamkediki út í og er blandan látin sjóða. Þegar blandan hefur náð suðu er vatni, kanil, fljótandi villibráðakrafti og sveppasúpupaste bætt út í. Hrærið þar til suðu er náð og bætið að lokum rjóma út í.
Bakið kartöflurnar í ofni þar til þær eru tilbúnar. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, eru möndlurnar muldar og blandað við villibráðakraft. Möndlublöndunni er dreift yfir kartöflurnar áður en rétturinn er borinn fram.

Project Details

Categories:

Tags: