Toblerone-brownies 2014-10-15T04:53:54+00:00

Project Description

Toblerone-brownies

Innihald
80 g smjör, brætt
40 g kakó
145 g sykur
2 egg
60 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
140 g hvítt Toblerone, saxað

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör, kakó og sykur saman í skál. Bætið eggjunum út í, fyrst öðru svo hinu. Setjið hveiti og lyftiduft saman við og blandið vel. Bætið 100 g af Toblerone út í en geymið 40 g til að skreyta með. Smyrjið ferkantað form, sem er u.þ.b. 20×20 cm, með örlitlu smjöri. Setjið deigið í formið, stráið söxuðu Toblerone yfir og bakið í 20-25 mínútur. Kælið kökuna og skerið í bita.

Project Details

Categories: