Tveggja laga Toblerone og Philadelphia ostakaka 2014-10-15T05:23:15+00:00

Project Description

Tveggja laga Toblerone og Philadelphia ostakaka

Innihald
Dökkt ostakrem:
250 g Toblerone
200 g Philadelphia ostur

Ljóst ostakrem:
250 g Toblerone, hvítt
200 g Philadelphia ostur

Kökubotnar:
6 egg
300 g sykur
200 g Ritzkex, gróft mulið
150 g heslihnetur, hakkaðar
rjómalíkjör eða annar líkjör til að bleyta botnana
örlítið kakó til að sigta yfir kökuna

Kökubotnar:
Hitið ofninn í 150°C. Þeytið egg og sykur mjög vel saman eða þar til blandan verður ljós og létt. Bætið Ritzkexi og hnetum varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í þrjú vel smurð lausbotna tertumót, 24 cm í þvermál, og bakið í miðjum ofninum í 60 mínútur.

Ostakrem:
Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og hrærið saman við Philadelphia ost. Kælið örlítið áður en kremið er sett á botnana. Notið sömu aðferð fyrir bæði ljóst og dökkt ostakrem.

Kælið botnana, bleytið þá með Baileys og setjið dökka ostakremið á neðri botninn og það ljósa á efri botninn. Látið kökuna bíða í 2-4 klst. Stráið kakói yfir áður en hún er borin fram.