Vorrúllur m/ kjúklingabringum og límónesu 2014-09-12T11:51:08+00:00

Project Description

Vorrúllur m/ kjúklingabringum og límónesu

Kjúklingavorrúllur:

 • 1 poki kjúklingabringur frá Rose Poultry
 • 1 pakki hrísgrjónablöð (rice paper)
 • 2 msk grænt karrí frá deSiam
 • 1 stk mangó
 • 2 stk chilli
 • 3 stilkar grænt sellerí
 • 1 haus íssalat
 • 4 stk vorlaukar
 • 1/2 búnt graslaukur eða kóríander
 • 2-3 msk ólífuolía frá Filippo Berio

Aðferð:

Setjið grænt karrí og ólífuolíu á kjúklingabringurnar, blandið vel saman. Setjið síðan kjúklinginn á grillið. Skerið grænmetið í þunna strimla ca 10 cm langa. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar, skerið þá bringurnar í sundur í miðju og svo í strimla. Setjið hrísgrjónablöðin í kalt vatn þannig að vatnið fljóti alveg yfir í 20 sek eitt og eitt í einu og þerrið örlítið á viskastykki. Raðið kjúklingabringum, grænmeti, graslauk og salati á miðjuna á hrísgrjónablöðunum og rúllið upp.

Límónesa:

 • 2 eggjarauður
 • 200 ml sítrónuolía frá Lehnsgaard
 • 2 límónur, safinn úr þeim
 • salt

Aðferð:

Setjið eggjarauður í skál og þeytið, hellið olíunni í mjórri bunu og pískið á meðan þar til þið fáið þykkt og flott krem. Setjið safa úr einni límónu og smá salt, bætið meiri límónusafa eftir smekk.