Vöru bætt við körfu

Naturfrisk

Naturfrisk

Lífrænu gos- og safadrykkirnir frá Naturfrisk hafa verið framleiddir síðan 1997 af Rømer fjölskyldunni. Naturfrisk drykkirnir eru framleiddir úr bestu mögulegu gæðum og innihalda hvorki bragðefni, litarefni né rotvarnarefni. Framleiðsla drykkjanna fer fram í Ørbæk brugghúsinu en fyrirtækið framleiðir einnig lífrænan bjór og gin. Naturfrisk er mest þekkt fyrir Ginger Ale drykkinn ásamt Ginger Beer og Tonic drykknum en þetta eru mest seldu vörurnar.

Af hverju lífræn framleiðsla? Svar Naturfrisk er einfaldlega:

„Við teljum að fyrir börn okkar og afkomendur sé full ástæða til að hugsa og starfa vistfræðilega til að viðhalda jafnvægi í náttúrunni. Þá hvetur það okkur einnig sú sannfæring okkar að það sem við setjum í munninn hljóti að vera af bestu gæðum. Við teljum að það ætti ekki að nota skordýraeitur og önnur kemísk efni. Þessi efni skaða bæði menn og náttúru – og við munum ekki nota hráefni sem kunna að hafa verið ræktuð á kostnað hreinna vatna, ár og garðar, hreins drykkjarvatns og líðan manna.

Við viljum bestu gæði. Við bruggum og framleiðum út frá þeirri trú að besta varan sé fengin með því að nota bestu innihaldsefnin – og þau séu lífræn! Gæði afurða okkar eru tryggð með því að vörurnar eru framleiddar úr lífrænum hráefnum, sem eru undir stöðugu eftirliti danska matvælaeftirlitsins. Þannig tryggjum við að við notum aðeins hráefni sem hefur verið ræktað í sátt við náttúruna án þess að notuð hafi verið kemísk efni, rotvarnarefni, áburður, erfðabreyttar lífverur o.s.frv.“

Naturfrisk – Hressandi lífrænir drykkir!

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru