VEGAN DELI

Vegan Deli er áleggsvörulína sem er kjöt- og mjólkurfrí frá fyrirtækinu LINCK, sem frá upphafi hefur framleitt vörur fyrir grænmetisætur og nú grænkera líka. Lífræna grænmetis vörulínan FIT FOOD var fyrsta vörulínan sem fyrirtækið framleiddi í nýrri framleiðslueiningu en nú eru einnig í boði línurnar Veggitude og Veggifood.

Síðan 1998 hefur fyrirtækið sérhæft sig í að framleiða bragðgóðar gæðavörur sem grænmetisætur geta aðlagað að uppáhaldsdisk sínum. Mikil breyting hefur verið undanfarin ár hvað mataræði varðar og þeim fer sífellt fjölgandi sem hafa minnkað neyslu dýraafurða. Þeim sem aðhyllast „flexiterian“ mataræði fjölgar sífellt ásamt „vegiterian“ og „vegan“.

Vegan Deli Fit Food áleggsvörurnar eru lífrænar, sojafríar, glúteinfríar, GMO-fríar og innihalda hvorki litarefni, bragðefni né rotvarnarefni. Markmið framleiðandans er að bjóða upp á ljúffengan og hollan valkost sem auðvelt er að tvinna saman við ýmsa rétti og við ýmis tilefni.

Fyrirtækinu er mikið í mun að vinna vörurnar á sem umhverfisvænastan hátt en umbúðir framleiðsluvaranna eru 100% niðurbrjótanlegt plast og endurunninn pappír. Þá hefur framleiðandinn dregið úr orkunotkun með nýjum tækjavalkosti.

Það er auðvelt að elda áleggsvörurnar frá Vegan Deli og tilvalið að deila með fjölskyldu og vinum. Áleggið hentar mjög vel í t.d. samlokur, salöt, vefjur, pizzur, eðlur og margt fleira en hringlaga sneiðarnar má skera má í strimla eða ferninga. Hvað ostana varðar þá er Vegan Deli osturinn ríkur af kalsíum og B-12 vítamíni.

Vegan Deli áleggsvörurnar mæta aukinni eftirspurn eftir vegan vörum og einfaldlega vörum sem henta breyttum matarvenjum.