Miðvikudaginn 11. mars var vörusýning í Perlunni á vegum Innnes og Coup De Pates. Var viðskiptavinum fyrirtækjasviðs Innnes boðið að sjá það nýjasta í brauðum, kökum og tilheyrandi lausnum fyrir stóreldhús.  Sýningin heppnaðist í alla staði einstaklega vel og mættu á þriðja hundrað manns.  Sölustjóri útflutnings ásamt matreiðslumeistara frá Coup De Pates mættu til að kynna vörurnar. Mikil ánægja var með þátttöku og viðbrögð viðskiptavina Innnes og þökkum við öllum þeim sem mættu í Perluna.