Vöru bætt við körfu

Bubs

Salt, súrt og sætt VEGAN sælgæti!

Bubs

BUBS er sænskur sælgætisframleiðandi sem hóf framleiðslu á sælgæti árið 1992. Fyrirtækið dregur nafn sitt af fyrstu stöfunum í stofnendana fjögurra, Bernts, Ulriks, Birgittu og Stefans.

Fyrirtækið rekur hátækni verksmiðju í Jönköping sem framleiðir bæði vörur í blandbari og í pokum. Vörur fyrirtækisins eru í ýmsum formum með súru, sætu eða söltu bragði.

Þekktasta vara fyrirtækisins er án efa Hallon Lakrits Skalle sem er hauskúpulaga hlaup með lakkrís og hindberjabragði. Hauskúpurnar frá BUBS fást í fjölda bragðtegunda og stærða bæði í pokum og blandbörum.

Nýlega bætti BUBS við GOODY vörulínu í pokum. GOODY vörurnar eru sporöskjulaga með súru, sætu og söltu bragði.

Allar vörur Bubs eru framleiddar úr Fairtrade vottuðum sykri. BUBS notar ekki pálmaolíu í sína framleiðslu. Allar þær vörur sem við bjóðum upp á frá BUBS eru VEGAN.

Nýjasta varan frá BUBS eru Íslands hauskúpur sem eru sér framleiddar fyrir Íslendinga í Svíþjóð. Með vörunni vildi BUBS gleðja íslenska aðdáendur og þakka þeim fyrir frábærar viðtökur.

Íslands hauskúpurnar skarta íslensku fánalitunum og eru með hindberja-, bláberja- og vanillubragði. Tryggð þér poka! Íslands hauskúpurnar koma aðeins í takmörkuðu magni!

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er