BUBS er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hóf framleiðslu á sælgæti árið 1992. Fyrirtækið dregur nafn sitt af fyrstu stöfunum í nöfnum eigendanna fjögurra, þeirra Bernts, Ulriks, Birgittu og Stefans.
Fyrirtækið rekur hátækni verksmiðju í Jönköping sem framleiðir bæði vörur í blandbari og í pokum. Vörur fyrirtækisins eru í ýmsum formum með súru, sætu eða söltu bragði. Þekktasta vara fyrirtækisins er án efa Hallon Lakrits Skalle sem er hauskúpulaga hlaup með lakkrís og hindberjabragði. Hauskúpurnar frá BUBS fást í fjölda bragðteguna og stærða bæði í pokum og blandbörum.
Allar vörur Bubs eru framleiddar úr Fairtrade vottuðum sykri. Allar þær vörur sem við bjóðum upp á frá BUBS eru VEGAN. BUBS notar hleypiefni sem unnið er kartöflum í stað gelatíns í framleiðsluna.