Ferskir ávextir og grænmeti frá Innnes
Innnes er í dag leiðandi fyrirtæki á ávaxta- og grænmetismarkaði fyrir dagvöruverslunina. Þjónusta við stofana- og veitingahúsamarkaðinn er vaxandi þáttur í starfsemi félagsins.
Við vinnum í nánu samstarfi við íslenska og erlenda bændur um framleiðslu á grænmeti og ávöxtum bæði ylræktuðu og útiræktuðu. Lögð er áhersla á að stytta flutningaleiðir eins og hægt er. Þannig sparast orka og kostnaður og næst að viðhalda ferskleika í vörunni alla leið til neytenda. Lögð er áhersla á vistvæna nýtingu á þeim vörum sem til falla í starfseminni svo sem afskurði úr framleiðslu og vöru sem fer fram yfir síðasta söludag. Sú vara er endunýtt sem skepnufóður í samstarfi við bændur.
Innnes býður upp á yfir 400 vöruliði að staðaldri í ferskum ávöxtum og grænmeti. Íslensk framleiðsla nemur um þriðjungi af sölu fyrirtækisins.