Vöru bætt við körfu

Jim Beam

Jim Beam

Kentucky-fylki er heimavöllur bourbon-viskís frá Bandaríkjunum og þeirra þekktast er án ef Jim Beam. Uppruninn er hjá þýskum innflytjendum eins og margt annað í áfengissögu Bandaríkjanna, samanber þá bjórfélaga Anheuser og Busch, en í þessu tilfelli snýst málið um Böhm-fjölskylduna sem steig á land í Bandaríkjunum árið 1740. Hún breytti nafninu fljótlega í Beam og fór í kjölfarið að reyna fyrir sér við bourbon-gerð, en almennt er talað um að bourbon hafi „fæðst“ í Kentucky í kringum 1770 þegar kornbændur brugðu á það ráð að brugga sterkt vín úr umframkorni sem féll til við uppskeruna.

Síðan hafa sjö kynslóðir sömu fjölskyldunnar haldi nafninu á lofti með því að búa til frægasta bourbon Bandaríkjanna. Saga Jim Beam er samofin sögu Bandaríkjanna gegnum aldirnar sem liðið hafa frá því þýska fjölskyldan Böhm kom fyrst til fyrirheitna landsins. Margs konar vörður hafa verið á veginum en með stærri tímamótum urðu árið 1988 þegar 6.kynslóðar viskígerðarmeistarinn hjá Jim Beam, hinn nafntogaði Booker Noe, ákvað að hefja handverksviskí aftur til virðingar. Til hliðar við framleiðslu Jim Beam hóf hann að framleiða bourbon upp á gamla mátann, litsterkan, bragðsterkan og rótsterkan, í litlu magni – bourbon eins og hann var upphaflega búinn til. Tegundirnar sem hann fann upp eru enn í sölu og eiga sinn aðdáendahóp, ekki síður en sjálf aðalvara fyrirtækisins, Jim Beam Bourbon. Dæmi um þetta eru Knob Creek og Booker’s.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er