Vöru bætt við körfu

Laurent Miquel

Laurent Miquel

Vínhúsið Laurent Miquel er að finna í suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið í Languedoc-Roussillon héraði. Þar á bæ er hefð fyrir því að hreppa verðlaun fyrir frábær vín enda stendur framleiðslan á meira en 200 ára gamalli hefð innan Miquel-fjölskyldunnar. Reyndar er hefðin fyrir víngerð á svæðinu miklu lengri því til eru skráðar heimildir fyrir umfangsmikilli víngerð Rómverja á skikanum þar sem Miquel fjölskyldan ræktar sitt vín í dag. Landareignin sú nefnist „Cazal Viel“ sem dregið er af rómverska heitinu Cazevieille sem merkir „gamla húsið“ og þar er staðfest að Rómverjar ræktuðu þrúgur og unnu úr þeim vín. Á miðöldum tóku munkar við keflinu – sem víða annars staðar í Evrópu bæði hvað víngerð og bjórbruggun varðaði – og ræktuðu jörðina til víngerðar. Það er svo árið 1791 sem Miquel-fjölskyldan eignast landareignina Cazal Viel og þar hefur vín verið ræktað allar götur síðan. Það er hinsvegar á síðasta aldarfjórðungi sem velgengni Miquel-víngerðarinnar hefur virkilega farið á flug.

Þar á núverandi stjórnandi víngerðarinnar, Laurent Miquel, ekki sístan þátt en hann er 8. kynslóð víngerðarmanna af Miquel-ættinni. Undir hans stjórn hefur víngerðin blómstrað, bætt við sig vínekrum fyrir aukna framleiðslu og vínin hafa um leið sópað að sér ýmsum virtum verðlaunum. Þar á meðal má nefna mikla velgengni hvítvína hússins úr þrúgunni Viognier. Miquel-víngerðin gróðursetti fyrst vínvið af þeim stofni árið 1992 og uppskar fyrst Viognier-þrúgur til víngerðar árið 1995. Vínið sló hins vegar þegar í stað í gegn og ákveðið var að auka rækilega við framleiðsluna um leið og fleiri víngerðir fengu aukna trú og áhuga á þrúgunni. Árið 2010 hreppti svo Verité Viognier hvítvínið tvenn verðlaun á International Wine Challenge í London. Þar mat alþjóðlegur hópur dómara sem svo að ekki einasta væri hér um að ræða besta hvítvínið frá Languedoc Roussillon, heldur um leið besta Viognier vínið í veröldinni.

Um leið hefur hann tröllatrú á að takmarka inngrip í framleiðsluna; vandaður vínviður og gjöfult jarðnæði (það sem Frakkar kalla „terroir“ og er samnefnari yfir jarðveg, loftslag og birtuskilyrði) sé allt sem þurfi til. Engum sem til þekkir dylst þó að val hans á viðarámum til að þroska vínið og mat hans á því hve lengi ber að þroska hvert afbrigði uns það hefur náð bestu gæðum hafa sömuleiðis haft úrslitaáhrif á hve vel hefur tekist til. Framleiðslan er sjálfbær og hámarks virðing borin fyrir náttúrunni og umhverfinu í hvívetna. Þá hefur Miquel-ættin löngum haft að leiðarljósi að takmarka magn framleiðslunnar og hafa þess í stað hámörkun gæða að leiðarljósi.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er