Vöru bætt við körfu
Ferskir ávextir og grænmeti frá Innnes
Innnes er í dag leiðandi fyrirtæki á ávaxta- og grænmetismarkaði fyrir dagvöruverslunina. Þjónusta við stofnana- og veitingahúsamarkaðinn er vaxandi þáttur í starfsemi félagsins. Vörurnar eru geymdar við bestu skilyrði í hátæknivöruhúsi Innnes sem hefur yfir að ráða geymslusvæðum með 8 mismunadi hitastigum.
Innnes býður uppá fjölbreytt vöruúrval af skornum ávöxtum og grænmeti þar sem lögð er áhersla á vistvæna nýtingu á þeim afskurði sem fellur til við framleiðsluna sem og vörum sem fara fram yfir síðasta söludag.
Við vinnum í nánu samstarfi við íslenska og erlenda bændur um framleiðslu á grænmeti og ávöxtum bæði ylræktuðu og útiræktuðu. Lögð er áhersla á að stytta flutningaleiðir eins og hægt er, þannig sparast orka og kostnaður og næst að viðhalda ferskleika vörunnar alla leið til neytenda.
Innnes býður upp á yfir 400 vöruliði að staðaldri í ferskum ávöxtum og grænmeti. Íslensk framleiðsla nemur um þriðjungi af sölu fyrirtækisins.
Softripe
Innnes hefur fest kaup á nýrri tækni til þess að þroska banana og aðra ávexti kallað Softripe.
Softripe er þróað af fyrirtæki sem hefur yfir 50 ára reynslu í þessum bransa, og eru markaðsleiðandi fyrir þroskun og geymslu á ávöxtum í heiminum.
Markmiðið með Softripe tækninni er að þroska ávexti eins náttúrulega og hægt er, með búnaðinum er hægt að hafa fullkomna stjórn á þroskunarferlinu og þar af leiðandi skila af sér ávöxtum sem skora hærra í gæðum.
Þroskunin á sér stað í gasþéttum þroskunarklefum, í þessum klefum getum við stjórnað hita, gasmagni, súrefnismagni og koltvísýringi. Með því að mæla súrefni og koltvísýring í klefunum getum við fylgst betur með þroskunarferlinu og passað að það séu alltaf fullkomnar aðstæður til staðar svo ávextirnir geti þroskast eins náttúrulega og hægt er. Með klefunum fylgir kerfi sem sér um þessar mælingar og hefur þannig “samskipti” við ávextina á meðan á þroskun stendur.
Með því að þroska ávexti með þessari aðferð getum við:
- Skilað af okkur heilbrigðari ávöxtum
- Á styttri tíma en það tekur í dag
- Skilað ávöxtum sem hafa lengri líftíma RTE líftíminn eykst um 40-50%
- Tryggt betur að gæðin og bragð haldist stöðug
- Sem skilar sér í ánægðum kúnnum