Vöru bætt við körfu
Ferskur og frosinn fiskur frá Djúpalóni er nú til afgreiðslu hjá Innnes
21. desember 2023
Ágæti viðskiptavinur,
Eins og kynnt var síðastliðið haust þá hefur Innnes ehf. fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana.
Búið er að ganga frá öllum fyrirvörum við kaup fyrirtækisins og sameina félögin undir nafni Innnes ehf., auk þess að færa vörubirgðir á sölulager Innnes og yfirfæra viðskiptakjör viðskiptavina.
Frá og með 22. desember býðst því viðskiptavinum að versla allar vörur Djúpalóns hjá Innnes. Hægt er að panta í gegnum sölu – og þjónustuver í síma 532 4020, í tölvupósti innnes@innnes.is, panta@djupalon.is eða í gegnum vefverslun Innnes.
Vefverslun Innnes er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Pantanir eru til afgreiðslu næsta virka dag.
Skráðu þig með einföldum hætti í vefverslun ef þú ert ekki nú þegar með aðgang https://innnes.is/fyrirtaekid/umsokn-um-vidskipti/nuverandi-vidskiptamadur/
Í vefverslun Innnes má finna auk fjölbreytts úrval a sjávarfangi, mjög fjölbreytt úrval af matvöru og áfengi.
Hér er hægt að finna allar vörurnar frá Djúpalóni á einum stað.
Pétur Þorleifsson hjá Djúpalóni mun áfram verða við stjórnvölinn þegar kemur að vörum Djúpalóns og er viðskiptavinum til söluráðgjafar sem áður.
Verið velkominn í viðskipti við Innnes!
Starfsfólk Innnes.