Vöru bætt við körfu

Ný og endurbætt vefverslun Innnes

09. ágúst 2022

Ný og endurbætt vefverslun Innnes

Kæri viðskiptavinur,

Í ár eru fjögur ár liðin frá því að vefverslun Innnes fór fyrst í loftið.

Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á versluninni sem meðal annars hafa skilað:

 • Auknu frelsi viðskiptavina til að panta hvar og hvenær sem er
 • Hraðari afgreiðslu pantana
 • Bættri yfirsýn viðskiptavina yfir sín viðskipti
 • Einfaldara pantanaferli með endurtekningu pantana og vali á eftirlætisvörum
 • Einfaldari notendastýringu sem viðskiptavinir setja upp sjálfir
 • Einfaldri og öruggri innskráningu með rafrænum skilríkjum

Á sama tíma og við þökkum innilega fyrir viðskiptin og samskiptin sem hafa skilað stöðugri þróun á umhverfi vefverslunarinnar á undanförnum árum, kynnum við okkar stærstu breytingu frá upphafi. Umgjörð og útliti vefverslunarinnar hefur verið umbylt og er verslunin nú hluti af vef Innnes þar sem finna má allar upplýsingar um fyrirtækið og vörumerkin auk úrvals gagnlegra uppskrifta.

Eftirfarandi eru meðal nýjunga í vefverslun:

 • Endurhannað notendaviðmót með hraða og einfaldleika að leiðarljósi
 • Bætt ásýnd vara á vöruspjaldi þar sem einfaldara er að sjá helstu upplýsingar um vöru og birgja
 • Mun auðveldara er að bæta við og breyta pöntun í verslunarkörfu auk þess sem yfirsýn yfir körfuna er mun betri en áður
 • Viðskiptavinir geta nú valið á milli íslensku og ensku á allri vefsíðunni og í vefverslun
 • Staðfestingartölvupóstur er nú sendur eftir móttöku pöntunar
 • Hægt er að panta tilkynningu þegar uppseldar vörur verða næst fáanlegar
 • Bætt vöruleit þar sem hægt er að nota vörusíu í leitarniðurstöðum
 • Mínar síður hafa fengið alhliða uppfærslu og er nú enn auðveldara að finna upplýsingar um viðskipti og notendur hjá þínu fyrirtæki

Við höfum trú á að þessar nýjungar skili sér í enn betri vefverslun. Þróunin mun halda stöðugt áfram með einfaldleika og þægindi viðskiptavina okkar að leiðarljósi.

Við hvetjum því viðskiptavini til þess að senda okkur hiklaust ábendingar, okkur þykir afar dýrmætt að fá sendar hugmyndir um hvernig bæta megi heildarupplifun á vefversluninni.

Komi upp vandamál eða þú hefur spurningar varðandi vefverslun Innnes getur þú sent tölvupóst á verslun@innnes.is eða haft samband við söluver Innnes í síma 532-4020.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk Innnes

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru