Vöru bætt við körfu

Gæðastefna

Innnes er traust, leiðandi og framsækið fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á matvörumarkaði sem tryggir gæði og öryggi matvæla til viðskiptavina sinna. Gæðastefna Innnes er að tryggja gæði og öryggi matvæla og að afhenda ávallt gæðavöru úr úrvals hráefni til viðskiptavina sinna.

Innnes setur viðskiptavininn í öndvegi og veitir þjónustu sem tekur mið af væntingum hans. Góð samskipti skipa þar stóran sess, hvort sem um innri eða ytri viðskiptavini er að ræða.

Innnes starfrækir vottað gæðakerfi samkvæmt alþjóðlega matvælaöryggisstaðlinum ISO 22000, HACCP (GÁMES) með tilliti til góðra starfshátta fyrir matvælafyrirtæki og er gæðakerfið vottað af BSI á Íslandi. Innnes uppfyllir kröfur um innflutning, geymslu og dreifingu lífrænna afurða, og er vottað af Tún.

Innnes stuðlar að virkri gæðavitund starfsmanna með skipulagðri og reglubundinni þjálfun. Áhersla er lögð á lykilferla (móttöku vara, réttar merkingar, geymslu og dreifingu), innra eftirlit, stöðugar umbætur og hæfni allra starfsmanna.

Innnes tekur ávallt mið af lagalegum kröfum.

Innnes leggur áherslu á:

  • Að starfrækja gæðakerfi samkvæmt ISO 22000 matvælaöryggisstaðli
  • Matvælaöryggi
  • Vel þjálfað og upplýst starfsfólk
  • Örugga meðhöndlun matvæla
  • Að skipta við ábyrga birgja og þjónustuaðila
  • Að aðbúnaður til innflutnings, geymslu og dreifingu matvæla sé fyrsta flokks

Innnes setur sér markmið í gæðamálum og fylgist reglulega með árangri sínum og kynnir fyrir hagsmunaaðilum.​

Útgefið og samþykkt af stjórn Innnes í mars 2019.​

Uppfært af gæðastjóra og samþykkt af stjórn Innnes 5. maí 2023.​

 

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er