Vöru bætt við körfu
Starfsmannastefna
Við viljum að allir starfsmenn hlakki til að koma í vinnuna til að geta lagt sig fram.
Við leggjum áherslu á:
- Eftirsóknarvert starfsumhverfi
Við viljum skapa góða starfsaðstöðu í takt við nútíma tækni og kröfur þar sem starfsmönnum líður vel og öryggi þeirra og heilsa eru í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að sýna sveigjanleika eins og unnt er.
- Öfluga liðsheild sem stendur saman
Við sækjumst eftir því að vinna með fólki sem vill hafa gleði og fagmennsku að leiðarljósi og vill standa saman og hjálpast að. Jákvætt hugarfar og sameiginleg markmið stuðla að samheldni sem eykur starfsánægju og þar af leiðandi ánægju viðskiptavina.
- Jákvæð og árangursrík samskipti
Við berum virðingu hvert fyrir öðru og leysum strax úr árekstrum og ágreiningi sem upp kemur. Við leggjum áherslu á virkt flæði upplýsinga frá stjórnendum til starfsmanna og frá starfsmönnum til stjórnenda. Til þess nýtum við stuttar og virkar boðleiðir innan deilda og milli deilda.
- Árangur með góðri frammistöðu allra
Við viljum ná góðum árangri og skara fram úr. Við setjum okkur metnaðarfull markmið og metum reglulega frammistöðu. Góður árangur næst þegar allir leggjast á eitt og vinna saman. Skýrir og aðgengilegir verkferlar auðvelda okkur að auka gæði og bæta þjónustu. Við öxlum saman ábyrgð ef að eitthvað fer úrskeiðis og fögnum saman þegar vel gengur.
- Fræðslu og þjálfun sem stuðlar að vexti
Við viljum vaxa og eflast í takt við ný tækifæri og starfa í takt við tímann. Við leggjum áherslu á að stjórnendur og aðrir starfsmenn fái tækifæri til að eflast og viðhalda þekkingu og færni sem þeim er nauðsynleg til að ná árangri og þróast í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og tryggjum þeim viðeigandi þjálfun og fræðslu.