Vöru bætt við körfu

Vinnustaðurinn

Gildi Innnes eru gleði og fagmennska. Skrifstofur okkar eru að Korngörðum 3 í Reykjavík. Þar bjóðum við upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum með óviðjafnanlegu útsýni. Markmið Innnes er að allir starfsmenn hlakki til að koma í vinnuna til að geta lagt sitt af mörkum við að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, margt hvert með áratuga starfsaldur. Við hvetjum alla til að kynna sér kosti þess að starfa hjá Innnes.

Frábært mötuneyti

Innnes er stolt af því að búa yfir einu besta mötuneyti landsins. Hjá Innnes er fullkomið stóreldhús þar sem starfar samhentur hópur matreiðslufólks sem matreiðir daglega hollan, fjölbreyttan og góðan mat úr okkar frábæra hráefni. Utan hefðbundins hádegisverðartíma er boðið upp á ávexti og ótal valkosti í kaffidrykkjum.

Frábært mötuneyti
Nýstárlegt vöruhús

Nýstárlegt vöruhús

Innnes rekur eitt fullkomnasta vöruhús landsins en það er hannað með öryggi og góða vinnuaðstöðu að leiðarljósi. Með aukinni tækni og fullkomnum búnaði er búið að umbylta lagerstörfum hjá Innnes. Lagerstarfsfólk starfar í takti við sjálfvirkni og tölvuvætt birgðahald sem auðveldar alla umsýslu, sama hvort um er að ræða móttöku vara eða afgreiðslu pantana.

Heimilislegt vinnuumhverfi

Í nýjum höfuðstöðvum Innnes að Korngörðum 3 er búið að setja upp glæsilega skrifstofu- og vinnuaðstöðu. Opið vinnurými með hljóðdempandi lausnum og húsgögnum bjóða upp á heimilislega aðstöðu þar sem gott er að vinna. Innnes er staðsett á hafnarbakkanum með frábært útsýni yfir Viðey og Faxaflóa.

Heimilislegt vinnuumhverfi
Starfsþróun

Starfsþróun

Innnes nýtir sér nýjustu tækni eftir fremsta megni, hjá Innnes hefur fjöldi starfsfólks þróast yfir í tæknistörf við umbreytingu á rekstri fyrirtækisins. Fjölmörg dæmi eru einnig um að starfsfólk færi sig milli deilda eða í önnur störf innan sömu sviða í leit að nýjum og skemmtilegum áskorunum. Hjá Innnes færð þú tækifæri til að vaxa og dafna með leiðandi heildverslun.

Félagslíf

Hjá Innnes starfar fólk á öllum aldri frá öllum heimshornum í hinum ýmsu störfum. Innnes leggur mikið upp úr góðum starfsanda og skemmtilegu félagslífi. Árlega er haldin glæsileg árshátíð auk fjölda líflegra viðburða á vegum starfsmannafélagsins sem bæði styrkir samskipti innanhúss og stuðlar að bættri samkennd og vellíðan starfsfólks.

Félagslíf

Jafnrétti

Jafnrétti

Innnes leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika allra kynja þannig að hæfileikar og færni allra njóti sín sem best. Stefna Innnes er að vera vinnustaður þar sem allir njóta sömu tækifæra til framþróunar í starfi og hver einstaklingur er metinn að verðleikum.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?