Vöru bætt við körfu
Magic B2
Magic er ný vél frá Evoca Group. Lítil og nett vél en þó með töluvert stærra baunahólfi og vatnstanki en hefðbundin heimilsvél. Tæknilega mjög flott vél. Nákvæm, stöðug og jöfn mölun næst með afkastamikilli stálkvörn með kónískum hnífum sem getur malað allt að 15 grömm í hverri mölun, þökk sé sérstöku forðahólfi sem kvörnin býr yfir.
Mölunin er sjálfvirk og rafstýrð með fjórum fyrirfram ákveðnum magnstillingum.
Vélin afgreiðir einstaklega þétta kaffidrykki með mikilli fyllingu þökk sé púlsstýrðri dælu sem stýrir streymi vatns í gegnum bruggarann með jöfnum og áhrifamiklum hætti.
Bruggarinn býr yfir þeirri tækni að vera búinn breytilegu brugghólfi og getur þ.a.l borið 8,5-15 grömm af nýmöluðu kaffi undir jöfnum þrýstingi.
Magic er búin 7“ snertiskjá og er viðmótið einstaklega notendavænt, hver drykkur hefur 4 styrkleikastillingar sem auðvelt er að velja á skjánum.
Tvöfalt afgreiðslukerfi er í boði fyrir ákveðna drykki.
Vélin er búin 1,2 kílóa kaffibaunahólfi og 4 lítra vatnstanki.
Vélin er búin sérstökum stút fyrir afgreiðslu á heitu vatni fyrir t.d te.
Stærð:
- Hæð: 47 cm
- Breidd: 28 cm
- Dýpt: 48 cm