Vöru bætt við körfu
Wittenborg W100
W100 er nýjasta vélin frá Wittenborg og er gefin út í tilefni 100 ára afmælis fyrirtækisins. Engu er til sparað þegar kemur að upplifun kaffiunnandans í þessari byltingarkenndu vél þar sem jafnvel minnstu smáatriði eru úthugsuð. Vélin er búin tveimur baunahólfum sem hvort um sig ber 1 kg. og er þ.a.l hægt að bjóða upp á tvær mismunandi baunategundir, dökkristaða blöndu og meðalristaða blöndu sem víkka til muna þá drykkjarmöguleika sem í boði eru og nýtist vélin þ.a.l breiðari hóp notenda.
Í vélinni er ný gerð bruggara sem hefur þann kost að geta afgreitt bragðmikið baunakaffi með þykku crema annarsvegar og milt og gott uppáhellt kaffi úr nýmöluðum baunum hinsvegar.
Vélin er einstaklega notendavæn, á henni er 12“ snertiskjár sem leiðir notandann í gegnum fjölbreytt úrval kaffidrykkja. Allir drykkir eru með styrkleika og magnstillingu sem persónuvæða drykkinn að smekk hvers og eins. Með tilkomu snertiskjásins verður fjöldi drykkja sem hægt er að velja úr ótakmarkaður þar sem auðvelt er að hlaða inn nýjum drykkjum. Auðvelt er að hlaða video-auglýsingum inn á vélina sem birtast í skjáhvílu skjásins. Vélin er búin WiFi og bluetooth tengingum og fljótlega veður hægt að nota RSS fréttaveitu.
Möguleiki á könnufyllingu t.d fyrir fundi.
Vélin er beintengd við vatnslögn.
Í vélinni eru auk tveggja baunahólfa chai latte, kakó og mjólkurduftsbaukar.
Korgskúffan er mjög stór og auðvelt er að losa hana.
Vélin er einstaklega hljóðlát og hentar þ.a.l inn á staði þar sem lítillar hávaðamengunar er krafist. Hægt er að fá vélina á undirskáp þar sem hægt er að geyma allt hráefni sem í vélina fer sé þess óskað.
- Hæð: 87 cm (gera þarf ráð fyrir 105 cm hæð þar sem vélin er toppfyllt og opnast lokið á vélinni að hluta til að auðvelda áfyllingu á baunahólf)
- Breidd: 45 cm
- Dýpt: 52,5 cm
- Hæð með undirskáp: 158 cm