Vöru bætt við körfu
Pylsa með „baunalausu chili“ og guacamole (vegan)
Hve margir eru í mat?
Hráefni
- Hälsans Kök® Sensational™ Sausage pylsur 10 stk
- pylsubrauð 10 stk
- gulrót 1 stk
- laukur 1 stk
- sellerístilkur 1 stk
- rautt chillíaldin 1 stk
- ólífuolía
- karrýduft 1 tsk
- cumin 2 tsk
- kóríanderfræ 1 tsk
- paprikuduft 0,5 tsk
- hrásykur 3 tsk
- flysjaðir tómatar 500 g
- OSCAR® Premium Fermented Garlic Paste 2 tsk
- OSCAR® Roasted Taste Concentrate 4 msk
- salt 0,5 tsk
- svartur pipar
- lárperur 2 stk
- tómatar 2 stk
- safi úr límónu 0,5 stk
- salt 1 tsk
- lárperuolía 1 msk
- Tabasco-sósa 0,5 tsk
- kartöflur, stórar 4 stk
- djúpsteikingarolía
Leiðbeiningar
„Baunalaust chili“: Skerðu gulrót, lauk, sellerí og chili í grófa bita. Settu allt grænmetið í blandara og maukaðu það.
Steiktu „farsið“ í ólífuolíu í steikingarpotti í u.þ.b. 5 mínútur.
Bættu karrýi, cumin, kóríanderfræjum, papriku og hrásykri út í og láttu sjóða í mínútu í viðbót.
Blandaðu hökkuðum tómötum og OSCAR® Premium Fermented Garlic Paste saman við og eldaðu í um 10 mínútur.
Bættu við OSCAR® Roasted Taste Concentrate, salti og pipar eftir smekk.
Guacamole: Skerðu lárperurnar í teninga. Hreinsaðu fræ og innvols úr tómatinum og skerðu hann líka í teninga. Innvolsið úr tómatinum má nota í „baunalausa chiliið“, ef þú vilt.
Blandaðu saman lárperunum, tómötunum, safa úr límónu, salti, lárperuolíu og Tabasco í „gróft“ salsa.
Djúpsteiktar kartöflur: Skerðu kartöflurnar í mjóa strimla, leggðu í bleyti í 1 klukkustund, sigtaðu þær og þerraðu vel.
Hitaðu olíuna í 180 gráður og steiktu kartöflurnar þar til þær eru gullinbrúnar.
Framreiðsla: Grillaðu Hälsans Kök® Sensational™ Sausage pylsurnar á meðalhita þar til þær eru stökkar og gullinbrúnar (kjarnhiti 74 gráður) og ristaðu pylsubrauðin.
Raðaðu pylsubrauðunum í ofnfast fat og settu „baunalausa chiliið“ neðst í pylsubrauðin. Leggðu svo eina pylsu á hvert brauð, smyrðu guacamole yfir og dreifðu loks stökku kartöflustrimlunum efst.
GOTT RÁÐ: Fyrir grænmetisætur má bera pylsurnar fram gratíneraðar með rifnum cheddarosti, eða nota vegancheddarost, ef þú vilt hafa máltíðina 100% vegan. Láttu pylsurnar bakast í um 8 mínútur við 200 gráður, eða þar til osturinn er bráðnaður.
Vörur í uppskrift
ATH. Vörurnar hér að neðan eru seldar í mis stórum einingum, stillið magn af eftir fjölda eða hakið vörur úr körfu sem ekki vantar. Magn á vörunum breytis ekki eftir fjölda eins og uppskriftin
-
Stærð pr. ein.í kassa
-
í kassa3Stærð pr. ein.2 kg
-
í kassa10Stærð pr. ein.kg
-
í kassa5Stærð pr. ein.kg
-
í kassa3Stærð pr. ein.kg
-
í kassa10Stærð pr. ein.250 g
-
í kassa4Stærð pr. ein.3 l
-
í kassa9Stærð pr. ein.500 g
-
í kassa9Stærð pr. ein.450 g
-
í kassa9Stærð pr. ein.250 g
-
í kassa15Stærð pr. ein.1 kg
-
í kassa7Stærð pr. ein.500 g
-
í kassa6Stærð pr. ein.kg
-
í kassa4Stærð pr. ein.1 l
-
í kassa1Stærð pr. ein.1,5 kg
-
í kassa9Stærð pr. ein.450 g
-
í kassa4Stærð pr. ein.kg
-
í kassa12Stærð pr. ein.60 g
-
í kassa12Stærð pr. ein.350 g
-
í kassa2Stærð pr. ein.10 l
ATH. Vörurnar hér að ofan eru seldar í mis stórum einingum, stillið magn af eftir fjölda eða hakið vörur úr körfu sem ekki vantar. Magn á vörunum breytis ekki eftir fjölda eins og uppskriftin