Vöru bætt við körfu
Roast beef með sætum kartöflum og blöðrukáli
Ristað roast beef með mjúkum sætum kartöflum og kröftugu blöðrukáli. Heitur og djúpur réttur sem nýtur sín best á köldum dögum.
Hve margir eru í mat?
Hráefni
- Roast beef, tilbúið eldað 3,6 kg
- Béarnaise sósa frá Nonna litla 800 gr
- sætar kartöflur 2,6 kg
- blöðrukál 800 gr
- Goma sósa (sesam mæjó) 400 ml
- Radísur til að skreyta
Leiðbeiningar
Taktu roast beef úr frysti og láttu þiðna í kæli í u.þ.b. sólarhring.
Hitaðu nautakjötið í ofni við 60-70°C þar til það nær um 50°C í kjarnhita (tekur um 50 mínútur).
Hitaðu ofninn í 180°C.
Settu sætu kartöflurnar á bökunarplötu og bakaðu í 40-50 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Láttu þær standa aðeins áður en þú tekur hýðið utan af.
Skerðu blöðrukálið í strimla og kryddaðu það með salti.
Hitaðu pönnu við miðlungs hita, bættu smá olíu á pönnuna og snöggsteiktu kálið.
Settu kálið í skál og veltu því upp úr sesam sósunni.
Skerðu kjötið í þunnar sneiðar.
Berðu fram með sætum kartöflunum, blöðrukálssalatinu, radísum og Béarnaise sósunni.
Njótið!
Gott að vera með auka Bernaise sósu til hliðar.
Vörur í uppskrift
ATH. Vörurnar hér að neðan eru seldar í mis stórum einingum, stillið magn af eftir fjölda eða hakið vörur úr körfu sem ekki vantar. Magn á vörunum breytis ekki eftir fjölda eins og uppskriftin
-
Stærð pr. ein.í kassa
-
í kassa1Stærð pr. ein.1 kg
-
í kassa12Stærð pr. ein.1 l
-
í kassa1Stærð pr. ein.5 kg
-
í kassa6Stærð pr. ein.kg
-
í kassa6Stærð pr. ein.kg
-
í kassa12Stærð pr. ein.kg
-
í kassa12Stærð pr. ein.1 l
-
í kassa10Stærð pr. ein.1 kg
ATH. Vörurnar hér að ofan eru seldar í mis stórum einingum, stillið magn af eftir fjölda eða hakið vörur úr körfu sem ekki vantar. Magn á vörunum breytis ekki eftir fjölda eins og uppskriftin