Almondy, sem var í upphafi kallað “Mandelbageriet” er fyrirtæki sem var stofnað í Gautaborg árið 1982. Sérhæfing Almondy er að baka GLUTEN LAUSAR kökur bæði fyrir smásölumarkaðinn sem og þjónustumarkaðinn.
Í dag eru vörur Almondy fluttar út til rúmlega 40 landa. Vöruvalið hjá Almondy er fjölbreytt og framleiða þeir í dag um 15 tegundir af frosnum kökum sem allar eru framleiddar með það að leiðarljósi að vera: “bragðgóðar, einfaldar og gluten lausar”.
Sýn:
Almondy will að fólk út um allan heim geti notið góða bragðsins af ekta Sænskri Almondy köku
Hlutverk Almondy:
Almondy býður uppá fyrsta flokks kökur, einstakt bragð sem fellur vel að bragðlaukum um allan heim.
Kökurnar eru gluten lausar, án allra rotvarnarefna og litarefna. Auðveldar í meðhöndlun.
Mest selda kakan hjá Almondy er Daim kakan og það á líka við hér á Íslandi. Og til merkis um það þá seljast að meðaltali 1.000.000 Daim kökur á hverju ári í Svíþjóð.