Anthon Berg

Anthon Berg er elsti súkkulaðiframleiðandi í Danmörku, með yfir 130 ára sögu og reynslu í súkkulaðigerð. Frá upphafi, eða árinu 1884, hefur hið ævarandi lögmál verið að framleiða aðeins hágæðasúkkulaði. Í meira en hálfa öld hefur Anthon Berg borið með stolti sæmdarheitið “Birgðasali dönsku hirðarinnar” sem er heiður sem aðeins þeir bestu hljóta.