Vöru bætt við körfu

Beutelsbacher

Beutelsbacher

Beutelsbacher fyrirtækið var stofnað árið 1936 í Þýskalandi af bræðrum og er enn í dag í eigu sömu fjölskyldunnar. Markmiðið fyrirtækisins er að framleiða hágæða ávaxta- og grænmetissafa ásamt ediki úr framúrskarandi hráefnum sem innihalda hámarks næringargildi með lífaflsræktun (biodynamic agriculture). Stór hluti af ávöxtunum og grænmetinu sem notaðir eru við framleiðsluna kemur frá Demeter vottuðum ræktendum í Suður-Þýskalandi en Demeter vottun er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum.

Beutelsbacher velur ræktendurna og birgjana af kostgæfni í því skyni að framleiða einstakar vörur auk þess sem vel er vandað til framleiðslunnar á söfunum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er, til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefninu. Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og allir safarnir eru settir á vistvænar, endurnýtanlegar glerflöskur. Í gegnum allt framleiðsluferlið er áhersla lögð á orkusparnað og notkun endurvinnanlegra efna en keppikefli Beutelsbacher er að gæta umhverfisins en lífaflsræktun í landbúnaði hefur mjög góð áhrif á jarðveginn, vatnið og umhverfið allt. Með þessari ábyrgðarkennd fyrir heilbrigðri náttúru, betri lífsskilyrðum og hágæðavörum, vonast Beutelsbacher til þess að stækka hóp þeirra sem velja vörur út frá heildaráhrifum þeirra á menn, umhverfi og samfélag.

Beutelsbacher Eplaedik - Hreinsun 
Lífrænt, óunnið og ósíað eplaedik frá Beutelsbacher hefur einstaklega góð áhrif á meltingu, minnkar sykurþörf og er jafnframt náttúrulega vatnslosandi. Það er mjög gott gegn aukinni slímmyndun í líkamanum, brjóstsviða og talið jafna sýrustig líkamans. Eplaedikið hjálpar jafnframt til við að hindra offjölgun Candida svepps og styrkir þarmaflóruna. Beutelsbacher eplaedik er demeter vottað og tekið úr ógerjuðum hreinum eplasafa. Engum hita er beitt við aðferðina til þess að mikilvæg næringarefni tapist ekki, því er eplaedikið náttúrulega skýjað. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun og er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Mælt er með því að byrja hvern dag á vatnsglasi með 2-3 msk af eplaediki út í. Þá er einnig tilvalið að blanda eplaediki við rauðrófusafa og engifersafa.

Beutelsbacher Rauðrófusafi - Hreinsun 
Vissir þú að rauðrófusafi er þekktur fyrir að hafa hreinsandi áhrif á bæði blóð, ristil og meltingu? Rauðrófusafinn frá Beutelsbacher er mjólkursýrður safi, ferskpressaður úr lífrænt ræktuðum demeter rauðrófum. Rauðrófusafinn veitir náttúrulega hreinsun á einfaldan en jafnframt öflugan hátt. Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örverur sem valda náttúrulegri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun og er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Safinn er hollur og bragðgóður ásamt því að vera einstaklega góður fyrir þá sem þurfa langvarandi orku, t.d. hlaupara og íþróttafólk.
Þú færð safana frá Beutelsbacher m.a. í Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónan, Nettó og Melabúðin o.fl. verslunum. 

Beutelsbacher… fyrir meiri lífsgæði! Lífrænn safi í hverjum dropa.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er