Í hinni gríðarmiklu sprengingu sem orðið hefur í kokteilmenningu heimsins á undanförnum árum hefur orðið aukin vakning á því hve miklu máli innihaldsefnin skipta. Það á ekki bara við um aðaláfengið sjálft sem í hverjum drykk er, heldur líka íblöndunarefnin sem geta skipt sköpum. Sem dæmi má nefna að litlu skiptir hversu gott bourbon er notað í whisky sour, ef ekki er hágæða angostura bitter hafður við hendina er drykkurinn er settur saman.
Hjónin Avery og Janet Glasser áttuðu sig snemma á þessu og hófu þegar árið 2007 að blanda saman dularfull íblöndunarefni fyrir handverks-kokteila. Í dag eru þau í nánu samstarfi við marga af helstu barþjónum heims við þróun margvíslegra bittera og annarra íblöndunarefna og fyrir bragðið er vöruvalið í takt við nýjustu strauma og stefnur.