Blue Dragon dregur nafn sitt af kínversku tákni sem merkir mikla gæfu. Fyrirtækið var stofnað árið 1970 þegar stofnandinn sá að lítið framboð var af austurlenskum vörum í verslunum. Í fyrstu var vöruvalið mjög takmarkað, aðeins fimm vörutegundir – sojasósa, chili sósa, baunaspírur, bambussprotar og vatnshnetur. Nokkrum árum síðar var núðlum, núðlusúpum og „stir fry“ sósum bætt við vörulínuna. Í dag býður Blue Dragon upp á mikið úrval af ekta austurlenskum vörum sem gera þér kleift að elda gómsæta rétti frá Tælandi, Japan, Víetnam og Kína.