Vöru bætt við körfu

Canadian Club

Canadian Club

Fyrir rúmlega 160 árum – á því herrans ári 1858, nánar tiltekið – ákvað farsæll bandarískur kornkaupmaður að nafni Hiram Walker að freista gæfunnar með því að nýta eitthvað af öllu því korni sem hann höndlaði með í spennandi framleiðslu, í stað þess að selja það allt. Í stuttu máli sagt ákvað hann að stofna viskígerð. Fyrirtækið setti hann á laggirnar í Walkerville, Ontario, af þeirri ástæðu að kornið þar á svæðinu var hreint út sagt framúrskarandi að gæðum. Nærsveitungar þeirra urðu fljótt hrifnir af framleiðslunni og gæðin spurðust út víðar í Kanada.

Sunnan landamæranna í Bandaríkjunum var viskíið aðeins selt í klúbbum heldrimanna á þeim tíma og fékk því fljótlega nafnið „Club Whisky“. Vinsældirnar jukust og loks var svo komið að bandarískir bourbon-framleiðendur voru farnir að finna fyrir vinsældum hins kanadíska keppinautar. Þeir knúðu ríkisstjórnina í Washington að setja lög sem skilyrtu kanadíska framleiðendur til að merkja sína vöru með upprunalandinu – Kanada. Sú aðgerð snerist heldur illilega í höndunum á þeim því Club Whisky breytti nafninu í Canadian Club og varð vinsælla en nokkru sinni fyrr. Það kemur því ekki á óvart að þegar áfengisbannið alræmda gekk í gildi í Bandaríkjunum varð Canadian Club langmest smyglaða viskíið yfir til Bandaríkjanna.

Canadian Club er sérlega aðgengilegt viskí og hentar jafnvel til að drekka eitt og sér, út á ís eða í klassíska viskíkokteila á borð við Manhattan og Old Fashioned.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?