Vöru bætt við körfu

Cellini

La vita. La passione.

Cellini

Sögu Cellini Caffé má rekja aftur til ársins 1883. Með langri hefð, persónulegri kaffibrennslu og þekkingu var sköpuð einstök kaffiblanda; “Torrefazione Caffè Columbia”. Þessi blanda skapaði grunninn að velgengni Cellini enda leiðandi kaffiblanda í Toscana héraði um áratugaskeið.

Cellini hafði verið markaðsleiðandi vörumerki á Ítalíu með fjölda kaffihúsa en ekki skapað sér sess á alþjóðlegum markaði. Breyting varð á því árið 1992 en þá hófst samstarf Giovanni Pieri eiganda Cellini og Lutz Quasdorf, þýsks markðassérfræðings. Sameiginlega hófu þeir veg og virðingu Cellini á loft með markaðsátökum á næstu árum og fljótt varð Cellini vörumerkið mjög þekkt á alþjóðlegummarkaði.

Í nýlegri verksmiðju Cellini sést skýrt hvernig fyrirtækið vinnur, með áherslu á gæði og tækninýjungar, en með fullri virðingu fyrir hefð.

Allar baunategundir sem frá Cellini koma eru ristaðar eftir Tostatura Lenta aðferðinni en hún felur í sér að baunirnar eru ristaðar á mjög mjúkan og hægan hátt í tromlu. Ferlið fer fram við 210-220°hita og tekur um 14-16 mínútur. Þessi aðferð tryggir að allar baunirnar ristast á jafnan hátt, sem síðar skilar sér í hárnákvæmum og jöfnum gæðum.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Listi uppfærður

Ekki var hægt að uppfæra lista

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Bæta við vörulista

Nýr vörulisti

Vöru bætt við vörulista

Ertu viss um að þú viljir eyða listanum?