Vöru bætt við körfu

Chateau Lynch Bages

Chateau Lynch Bages

Í Frakklandi er að finna hérað sem heitir Bordeaux og þaðan koma mörg af goðsagnakenndustu og eftirsóttustu vínum veraldar. Það á ekki síst við um svæði sem heitir Médoc, og hvað þá ef við þrengjum sjónarsviðið enn frekar í vínræktarsvæði sem kallast Pauillac og heitir eftir samnefndu þorpi. Pauillac er nefnilega heimavöllur ýmissa nafntogaðra vína í hæsta gæðaflokki og þar á meðal er Château Lynch-Bages.

Rétt eins og algengt er með vín frá Pauillac þá eru vínin frá Château Lynch-Bages mjúk og þétt í sér, með mikla fyllingu og þroskast einkar vel, bæði í nefi og munni. Margir eru því þeirrar skoðunar og hágæða rauðvín frá Bordeaux þurfi helst áratug áður en það hefur náð sínu hámarki en hágæðavínin geymast jafnvel í áratugi. Bragðið er margslungið og tannínin með fínlegri áferð. Þá er jafnan til staðar hinn alþekkti keimur af sólberjum og sedrusviði sem einkennir eikaðan Cabernet Sauvignon.

Rauð öndvegisvín frá Pauillac fara einna best með steiktu eða grilluðu lambakjöti og þá má einna fyrst nefna hryggvöðvann, eldaðan á beini. Ofnbakað rótargrænmeti (prófið kartöflur, sætar kartöflur, gulrætur, rauðlauk og papriku með olíu, salti og pipar) og eldið kjötið með fáeinum sprotum af fersku rósmaríni. Villibráð nýtur ennfremur mjög góðs af stefnumóti við rauðan Pauillac sem og eldgrillað, rautt nautakjöt. Hvers konar kraftmiklar kjötkássur og hverskyns veiðimannaréttir eru einnig fyrirtak með góðum Pauillac á borð við Château Lynch-Bages. Í ljósi þess hversu framúrskarandi matarvín um er að ræða kemur ekki á óvart að eitt af virtari flugfélögum heims, Cathay Pacific frá Hong Kong, hefur boðið farþegum sínum á 1. farrými vínin frá Château Lynch-Bages síðustu 25 ár.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er