Bordeaux svæðið er að líkindum frægast vínræktarsvæði veraldar, mögulega ásamt Búrgúnd, og vínin þaðan eftir því vinsæl. Innan Bordeaux eru svo aftur á móti fjölmörg héruð, alls 37 talsins, sem flestum víngæðingum eru þekkt og bera nöfn sem fá hjörtu þeirra til að slá örar. Þar á meðal eru svæði á borð við Médoc, Paulliac, Pomerol, Saint-Émilion og Margaux. En eitt þetta er vel þess virði að gefa gaum þó það njóti ef til vill ekki alveg sömu frægðar og þessi framangreindu, og það nefnist Graves. Þar er að finna litla og forvitnilega víngerð sem nefnist Château Villa Bel-Air
Château (lesist sjató) Villa Bel-Air liggur um 15 kílómetra suður af Bordeaux, í grennd við þorpið Saint-Morillon, í hjarta Graves-svæðisins en þar í héraði er margra alda hefð fyrir víngerð. Sjálft er aðalhúsið, eða „château“-ið byggt á 18.öld í ítölskum stíl og hefur fengið vottun sem sögulegar minjar, og er því verndað sem slíkt.
Château Villa Bel-Air framleiðir bæði rautt og hvítt vín og eru þau bæði fyrirtaks dæmi um gæði vínanna frá Graves. Vínáhugafólk ætti að leggja nafnið á minnið og gefa vínunum gaum.