Connemara er einstakt í sinni röð meðal írskra viskía, að því leytinu til að hér er um eina viskíið frá Írlandi sem er móreyktur einmöltungur (Peated Single Malt). Vinnsluaðferðin er innblásin af hefðum frá 18. öld þegar maltað bygg var þurrkað yfir logandi mó-kögglum. Það skilar sér gegnum kornið sem dregur í sig drjúgan reykjarkeim og höfugt bragð, sem fellur vel að rúnnuðu og mildu bragðinu. Úr verður margslungið maltviskí sem á engan sinn líka. Connemara hefur á undanförnum 7 árum landað yfir tuttugu verðlaunum í alþjóðlegum keppnum meðal sterkra áfengra drykkja.
Í vörulínunni frá Connemara er að finna Connemara Original sem ber í sér mildan móreykskeim í bland við eikarvanillu og tóna af vel bakaðri eplaköku. Þá er að nefna Connemara 12 Year sem hefur til að bera flókna ávaxtatóna, brenndan sykur og vanillu. Loks er Connemara Cask Strength, sem er verulega kröftugt viskí fullt af móreyk og möltuðu byggi, fyrir þá sem teljast lengra komnir.