Vöru bætt við körfu

Corona

Corona

Það er ekki út í bláinn að hinn mexíkóski Corona Extra er bjór sem flestir tengja ósjálfrátt við sól og sandstrendur, heiðan himinn og hlýtt veður, að ekki sé minnst á góðar stundir; bæði er Corona léttur og ljós lagerbjór sem virkar feikivel sem svaladrykkur þegar heitt er í veðri (með hinn algerlega ómissandi lime-fleyg í stútnum, nema hvað) og svo er Corona hreint prýðilegur matbjór, ekki síst með hinum kryddaða og bragðmikla mat sem frá Mexíkó kemur.

Margar sögur, spurningar og kenningar hafa spunnist um það hvaðan nafn bjórsins kemur – hver þessi kóróna er sem bjórinn dregur nafn sitt af og gefur að líta á miðanum sem er málaður á hverja flösku. Hér er ekki verið að vísa í kóngafólk fyrr eða síðar heldur er átt við sjálfa Sólkórónuna, en svo nefnist ysta lagið á gashjúpnum sem umlykur Sólina. Það er semsé ekkert verið að grínast með tenginguna við sól og sumaryl. Það þarf ekki að koma á óvart að Corona Extra er langþekktasti og um leið söluhæsti bjór sem nokkurn tímann hefur verið framleiddur í Mexíkó og í góðra vina hópi jafnast fátt á við að senda lime-sneiðina á flug: ýttu henni niður úr stútnum, settu þumalinn fyrir opiðá stútnum svo alveg lokist fyrir. Hvolfdu svo flöskunni og sjáðu lime-fleyginn líða gegnum bjórinn alveg upp undir botninn. Réttu svo flöskuna af, losaðu þumalinn varlega frá.

Þá fyrst er hægt að segja skál eða Salud! eins og venjan er í Mexíkó.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er