De Cecco

ÞAÐ EINA SANNA

De Cecco er í hópi elstu pastaframleiðanda í heiminum, sagan þeirra spannar yfir 100 ár af hágæða pasta framleiðslu. De Cecco er annað stærsta pasta vörumerkið á Ítalska pasta markaðnum og er fáanlegt í yfir 100 löndum víðsvegar um heiminn. De Cecco er með höfuðstöðvar í Abruzzo héraðinu á Ítalíu, verskmiðjurnar eru staðsettar í Fara San Martino og Ortona. Samanlagt framleiða þessar verksmiðjur yfir 800 tonn af pasta daglega.

Það sem gerir De Cecco pasta svona einstakt er meðal annars hágæða hráefnisnotkun sem þarf að standast strangar gæðakröfur, kopar skurður og hæg þurrkun.

De Cecco fæst nú í Fjarðarkaupum, Nóatúni og Melabúðinni.

Hægt er að finna ótal girnilegra uppskrifta á vef De Cecco – #AllaDeCecco

Sagan