Divella

DIVELLA ÁSTRÍÐA FRÁ MIÐJARÐARHAFINU

Af ástríðu síðan 1890

Góðu hlutirnir eru alltaf þeir einföldu. Þetta er leyndarmálið á bak við farsæl fyrirtæki.
Divella hefur síðan árið 1890 framleitt durum-hveiti: Saga fyrirtækisins hófst þegar Francesco Divella bjó til sína fyrstu myllu til að mala korn í Rutigliano, litlum landbúnaðarbæ nálægt Bari. Dagleg störf fjölda fólks í gegnum árin hefur skilað árangri. Þau hafa umbreytt fyrirtækinu, sem er nú stýrt af fjórðu kynslóðinni, og gert það að hornsteini matvælaframleiðslu í heiminum.

Stefna

Markmiðum okkar er hægt að lýsa með nokkrum punktum:

  • Gæðastjórnun, hráefni er vandlega valið og nútímatækni beitt;
  • Áhersla á heilsu og öryggi neytenda;
  • Virðing fyrir umhverfinu og samfélagsábyrgð

Til að auka ánægjuna af því að borða vel bjóðum við upp á hollan mat sem passar vel inn í fjölbreytt vöruframboð. Þetta er hugsunin á bak við skuldbindingu okkar við þá sem njóta bragðs fyrri tíma.

Áður fyrr

Góður árangur næst í litlum skrefum; fyrsta Divella-verksmiðjan var kannski lítil, en bjó yfir öflugum frönskum myllusteini sem varð tákn fyrirtækisins. Á milli 1980 og 2000, þegar pastaiðnaðurinn var að vaxa, jók Divella framleiðslu sína verulega: það var á þessum tíma sem Divella-fyrirtækið varð þekkt fyrir framúrskarandi bragð og gæði.

Í dag

Síðan 1890 hafa fjölmargir notið „ástríðunnar frá Miðjarðarhafinu“, sem nú er framleidd í þremur nútímalegum pastaverksmiðjum. Divella hefur enn sömu markmið og árið 1890, að breiða út hefðir Apúlíu og mataræði Miðjarðarhafsins um allan heim með pasta, smákökum, olíu og mörgum öðrum hágæðavörum sem við framleiðum.

Tölur

Á hverjum degi starfa 280 manns í þremur verksmiðjum fyrirtækisins. Myllurnar okkar mala besta fáanlega durum-hveitið og úr hveitimjölinu fáum við svo pasta, hveiti og smákökur: 1.200 tonn af durum-hveiti, 400 tonn af fínmöluðu hveiti. Við framleiðum 1.000 tonn af þurrkuðu pasta, 35 tonn af fersku pasta og 60 tonn af kexkökum á dag. Meira en 150 gerðir af pasta sem mæta þörfum kröfuhörðustu neytenda: spagettí, rigatoni, hið fræga orecchiette, eggjapasta, bronsmótað pasta, heilhveitipasta og síðast en ekki síst grænmetispasta. Framleiðsla í nafni ítalskrar hefðar hefur gert okkur kleift að bjóða upp á einstakt bragð, sem viðskiptavinir okkar gera kröfu um.