Eat Real

Eat Real snakkið er frá Cofresh fyrirtækinu sem var stofnað árið 1960. Eat Real snakkið er allt glútein-frítt ásamt því að vera vegan. Í upphafi starfaði fyrirtækið eingöngu á indverska markaðinum en árið 1974 ákvað Cofresh að færa ástríðu sína og metnað fyrir framleiðslu ljúffengs snakks einnig til Bretlands.

Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur vöruþróun skipað háan sess og fjöldi frumlegs og spennandi snakks hefur verið markaðssett í gegnum árin. Gæði og bragð snakksins hefur ávallt verið haft að leiðarljósi og aðeins bestu hráefni notuð ásamt því að bragðið hefur verið undir indverskum áhrifum.

Eat Real snakkið er sérlega bragðgott og brakandi ferskt, ýmist unnið úr hummus, linsubaunum eða kínóa. Hummus snakkið hreinlega bráðnar í munni og bragðið fær þig til að vilja meira og meira. Brakandi ferskt linsubauna snakkið er einstaklega bragðgott snakk enda fullkomið jafnvægi á milli ferskra linsubauna, chili og sítrónubragðs. Þá er kínóa í dag á meðal þeirra hráefna sem eru álitin „superfood“ í heiminum og snakkið er með gómsætu bragði af jalapeno og cheddar osti.

Eat Real snakkið fæst m.a. í verslunum Bónus, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaupum og Melabúðinni ásamt verslunum Kjörvals, Krambúðin og fleirum.

Eat Real vegan snakkið er hollari valkostur og inniheldur allt að 40% minni fitu en hefðbundið kartöflusnakk. Dásamlegt snakk eitt og sér, og jafnvel enn betra að deila.