Vöru bætt við körfu

ElleEsse

Fjölskylduhefðir síðan 1948.

ElleEsse

ElleEsse er staðsett í Umbria héraði á Ítalíu en þar eru trufflu „veiðar“ gömul hefð.

Umbria framleiðir mest magn af svörtum trufflum á Ítalíu og eru þær óaðskiljanlegur hluti af matargerð Umbriu og truffluveiðar eru óaðskiljanlegur hluti menningar þeirra.

Saga ElleEsse hófst árið 1948 í litlu þorpi sem heitir „La Stella“, þar sem Nello Caporicci lét sig dreyma á lítilli handverksrannsóknarstofu, um að safna því sem hans fallega land hafði upp á að bjóða.

Í meira en 60 ár hafa Caporicci fjölskyldan fylgt þessum draumi og breytt litlu rannsóknarstofunni í leiðandi fyrirtæki, þar sem tækni mætir virðingu fyrir hefð og þeirra glæsilega svæði, landi ríkt af dýrmætum ávöxtum.

ElleEsse ITALIAN TRUFFLES er vöruval sem inniheldur vörur sem eru eingöngu framleiddar með trufflum, og kemur í afar fallegum svörtum og gylltum umbúðum. Þessi lína hentar sérstaklega vel í sælkeraversanir og í gjafir.

Hér er bæklingur yfir allt það vöruval sem ElleEsse ITALIAN TRUFFLES vörulínan hefur að bjóða og er möguleiki að sérpanta eftir þörfum vörur sem ekki eru í hefðbundnu vöruvali.

ElleEsse Vörur

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru