Vöru bætt við körfu

English Tea Shop

English Tea Shop

English Tea Shop er fyrirtæki sem elskar te. Vörurnar þeirra eru fyrsta flokks lífrænar lífsstílsvörur fyrir fólk sem leggur áherslu á vellíðan sína og velferð umhverfisins.

Hvert sem tilefnið er mun te frá English Tea Shop ávallt koma þér á óvart með ótrúlega breiðu úrvali af fyrsta flokks te; allt frá klassísku English Breakfast til spennandi jurtablandna, allt frá einföldum tepokum til lúxus gjafaaskja.

En English Tea Shop elskar ekki bara te heldur bara umhverfið allt og fólkið í því. Þess vegna hefur English Tea Shop tileinkað sér bæði vistvæna og félagslega ábyrga starfshætti ásamt því að tryggja 100% rekjanleika allra afurða. Fyrirtækið kaupir eingöngu lífrænar afurðir sem ræktaðar eru af smábændum og innihalda allt það dásamlega sem jörðin gefur okkur. Þessir bændur gera sitt besta til að ná sem bestri uppskeru úr jarðveginum án þess að nota skordýraeitur og önnur áburðarefni. Að auki berjast bændurnir við að minnka kolefnisfótspor með því að draga úr úrgangi og stuðla að sjálfbærni plánetunnar okkar. English Tea Shop greiðir bændunum bónus ofan á sanngirnisverð hráefnisins til þess að hvetja þá enn frekar til að auka lífræna framleiðslu. Það tryggir bæði velferð neytendanna ásamt því að forða jörðinni okkar frá skaðlegum áhrifum kemískra áburða.

Engar erfðabreyttar afurðir eru notaðar í English Tea Shop vörur, hvorki í innihald né umbúðir. English Tea Shop notar vistvænar umbúðir og er fyrirtækið einnig staðráðið í því að auka enn á hlutfall handvirkra ferla í pökkuninni til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira ásamt því að skapa fleiri störf við verksmiðjuna. Verksmiðja fyrirtækisins er í Sri Lanka, landi sem þekkt er fyrir te í fremsta gæðaflokki og gæti kallast miðstöð tepökkunar í heiminum. English Tea Shop leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum besta mögulega teið ásamt því að vernda umhverfið eins og mögulegt er. Verksmiðjan þeirra er m.a. með BRC UK gæðavottun, ISO 22000 öryggisvottun, ISO 9001 gæðavottun, lífræna vottun og sanngirnisvottun (e. fairtrade).

English Tea Shop leggur metnað í að gera lífræna ræktun aðlaðandi og arðbæra atvinnugrein og að heiðra samfélög tebænda alla leið til tebolla. English Tea Shop ábyrgist að allt te frá þeim er pakkað í þeirra eigin verksmiðju og að öll innkaup á hráefnum fari fram eftir vandlega skoðun á hverjum lið í aðfangakeðjunni. Auk gæðaeftirlitsins á hráefninu sjálfu er gengið úr skugga um að allir þeirra birgjar tileinki sér sjálfbæra framleiðsluhætti til þess að tryggja að English Tea Shop stuðli að verndun jarðarinnar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Enn fremur tryggir fyrirtækið að öll hráefni séu rekjanleg alla leið frá laufi í bolla en teið er handtínt af ást!

Allt þetta gerir English Tea Shop að einum öflugasta og framsæknasta teframleiðanda heims.

Teið frá English Tea Shop fæst m.a. í verslunum Krónunnar, Fjarðarkaupum og Melabúðinni.

 

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er