Fisherman hefur starfað í tvo áratugi við að hjálpa gestum sem heimsækja Ísland að upplifa fisk í gegnum ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Ferðamenn hófu að kaupa fisk af fyrirtækinu sem hefur núna leitt til þess að Fisherman framleiðir fjölbreytt úrval af vörum tengt fisk fyrir smásölu og veitingamarkaði víða um heim.
Verklagið byggir á gömlum íslenskum hefðum, venjum og reynslu. Starfsfólkið er flest alið upp í sjávarþorpum á Vestfjörðum þar sem saga um framleiðslu á fisk spannar nokkur hundruð ár. Reynsla og þekking á fisk er því innbyggt í samfélagið og menningu fyrirtækisins. Það má því segja að allir starfsmenn hafi ástríðu fyrir fisk og þess vegna segjum við með stolti, við elskum fisk.